Aðalfundur Íslenska frisbígolfssambandsins verður haldinn fimmtudaginn 31. mars nk. kl. 20 í hlöðunni í Gufunesbæ. Farið verður yfir verkefni síðasta árs sem er eitt það besta í sögu folfsins hingað til og rædd þau verkefni sem framundan eru. Nú liggur fyrir að á vormánuðum verður settur upp 30. frisbígolfvöllurinn hér á landi (5 körfur ofl.) og mörg spennandi verkefni eru framundan.
Venjuleg aðalfundastörf skv. lögum félagsins. Við hvetjum auðvitað alla áhugasama að mæta og taka þannig þátt í umræðunni og uppbyggingunni á þessari frábæru íþrótt.